Oliver Barry Keoghan hefur slegið í gegn.
Oliver Barry Keoghan hefur slegið í gegn. — AFP/Micheal Tran
Ég, eins og margir aðrir, eyði óþarflega miklum tíma á samfélagsmiðlum. Helsti tímaþjófurinn í mínu lífi er samfélagsmiðillinn TikTok og hafa örmyndbönd þar líklegast meiri áhrif á líf mitt en ég er tilbúin að viðurkenna fyrir alþjóð

Helena Björk Bjarkadóttir

Ég, eins og margir aðrir, eyði óþarflega miklum tíma á samfélagsmiðlum. Helsti tímaþjófurinn í mínu lífi er samfélagsmiðillinn TikTok og hafa örmyndbönd þar líklegast meiri áhrif á líf mitt en ég er tilbúin að viðurkenna fyrir alþjóð.

TikTok hefur verið rót ýmissa hvatvísikaupa á netinu og tilrauna í eldhúsinu. Nýlega fór sjónvarpsgláp mitt einnig að stjórnast af miðlinum þegar ég lét undan þrýstingi og horfði á kvikmyndina Saltburn sem hefur vakið mikla athygli á miðlinum.

Í myndinni er Oliver Quick fylgt eftir á fyrstu önn hans í Oxford. Þegar líður á önnina vingast hann við Felix Cattburn, aðlaðandi, vinsælan og ríkan nemanda sem kemur úr aðalsfjölskyldu. Felix býður Oliver að eyða sumrinu með sér og fjölskyldu sinni á óðalssetrinu Saltburn. Þegar líður á sumarið byrja Felix og fjölskylda hans að upplifa skelfileg atvik á heimili sínu.

Saltburn er ekkert smá góð. Söguþráðurinn einkennist af óvæntum flækjum, áhugaverðum karakterum og kom myndin skemmtilega á óvart.

Kannski er bara fínt að leyfa samfélagsmiðlum að stjórna sjónvarpsglápi sínu. Það kom að minnsta kosti í veg fyrir sófarifrildið um hver ætti að velja mynd á mínu heimili í þetta skiptið.

Höf.: Helena Björk Bjarkadóttir