Snapchat Brynjar notaði Snapchat til að nálgast stúlkur undir lögaldri.
Snapchat Brynjar notaði Snapchat til að nálgast stúlkur undir lögaldri. — AFP
Hæstiréttur telur kynferðisbrot þar sem gerandi og brotaþoli eru fjarri hvor öðrum ekki teljast til nauðgunar. Þetta kemur fram í dómi Hæstaréttar í máli Brynjars Joensen Creed, sem var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir brot gegn fimm grunnskólabörnum

Hæstiréttur telur kynferðisbrot þar sem gerandi og brotaþoli eru fjarri hvor öðrum ekki teljast til nauðgunar.

Þetta kemur fram í dómi Hæstaréttar í máli Brynjars Joensen Creed, sem var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir brot gegn fimm grunnskólabörnum.

Hæstiréttur fellur því frá úrskurði Landsréttar um að netbrot teljist til nauðgunar. Dómur Brynjars var ekki styttur.

Höfðu brot Brynjars meðal annars átt sér stað á samfélagsmiðlinum Snapchat og voru allar stúlkurnar 15 ára eða yngri er brotin áttu sér stað. Fékk hann stúlkurnar til að senda sér myndbönd af kynferðislegum toga.

Á málið sér langa sögu og hefur verið deilt fyrir héraðsdómi, Landsrétti og Hæstarétti um hvort brot geti talist nauðgun ef gerandi er ekki á staðnum. Hefur málið vakið talsverða athygli og skapað umræðu um réttarstöðu barna í tilfellum stafræns kynferðisofbeldis, sem fari sífellt fjölgandi.