Elon Musk
Elon Musk
Dómari í Delaware í Bandaríkjunum hefur ógilt 56 milljarða dala greiðslu, jafnvirði nærri 7.600 milljarða króna, sem stjórn bílaframleiðandans Tesla samþykkti árið 2018 að Elon Musk aðaleigandi fyrirtækisins fengi yfir tíu ára tímabil

Dómari í Delaware í Bandaríkjunum hefur ógilt 56 milljarða dala greiðslu, jafnvirði nærri 7.600 milljarða króna, sem stjórn bílaframleiðandans Tesla samþykkti árið 2018 að Elon Musk aðaleigandi fyrirtækisins fengi yfir tíu ára tímabil. Hluthafi í Tesla höfðaði mál og krafðist þess að greiðslan yrði dæmd ógild á þeirri forsendu að hluthafar hefðu ekki fengið nægar upplýsingar um forsendur hennar. Hægt er að áfrýja dómnum til hæstaréttar ríkisins.