— AFP/Wojtek Radwanski
Friðrik X. Danakonungur fór í fyrstu utanlandsferð sína í gær eftir að hann tók við konungstign í janúar, en hann fór fyrir danskri viðskiptasendinefnd til Póllands. Andrzej Duda, forseti Póllands, tók á móti konungi í Varsjá í gær

Friðrik X. Danakonungur fór í fyrstu utanlandsferð sína í gær eftir að hann tók við konungstign í janúar, en hann fór fyrir danskri viðskiptasendinefnd til Póllands.

Andrzej Duda, forseti Póllands, tók á móti konungi í Varsjá í gær. Friðrik átti síðan fundi með pólskum þingmönnum og borgarfulltrúum í Varsjá og Stettin, en þar heimsótti hann einnig höfuðstöðvar herliðs Atlantshafsbandalagsins í landinu.

Danska Ritzau-fréttastofan segir að í ávarpi sem Friðrik flutti í Varsjá hafi hann lýst því yfir að hann myndi sem konungur einbeita sér að því að leggja baráttunni gegn loftslagsbreytingum lið.

Þrír danskir ráðherrar, þar á meðal Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra, voru í fylgdarliði konungs.