Íris Róbertsdóttir
Íris Róbertsdóttir
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir HS Veitur reyna að komast undan skyldum sínum með því að varpa ábyrgð á vatnsveitunni yfir á Vestmannaeyjabæ. Segir hún bréf sem barst bænum á þriðjudagskvöld bera þess merki

Hermann Nökkvi Gunnarsson

Sonja Sif Þórólfsdóttir

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir HS Veitur reyna að komast undan skyldum sínum með því að varpa ábyrgð á vatnsveitunni yfir á Vestmannaeyjabæ. Segir hún bréf sem barst bænum á þriðjudagskvöld bera þess merki.

Morgunblaðið greindi frá því í gær að HS Veitur hefðu óskað eftir því með bréfi til bæjarins að Vestmannaeyjabær leysti vatnsveituna til sín.

HS Veitur hafa rekið vatnsveituna í Vestmannaeyjum frá árinu 2002 á grundvelli heimildar í lögum um vatnsveitur sveitarfélaga, en um er að ræða skylduverkefni Vestmannaeyjabæjar samkvæmt fyrrgreindum lögum.

Í skriflegu svari frá HS Veitum til Morgunblaðsins sagði að í kjölfar þess að stórtjón varð á vatnslögninni til Eyja í nóvember hefðu HS Veitur unnið að því að tryggja að unnt væri að flytja vatn um hana.

Mótmæta harðlega

Vestmannaeyjabær bæri ábyrgð á lögninni og væri skylt að koma að greiðslu kostnaðar við viðgerðirnar. Þá ábyrgð hefði bærinn ekki axlað og vísað henni með öllu frá sér.

Bæjarráð Vestmannaeyja fundaði í hádeginu í gær og sendi í kjölfarið Páli Erland, forstjóra HS Veitna, bréf, sem birt er í fundargerð bæjarráðs.

Í bréfinu er því harðlega mótmælt að Vestmannaeyjabær hafi brotið samningsskuldbindingar gagnvart HS Veitum. Það sé ekki útskýrt með haldbærum hætti í bréfinu frá HS Veitum til bæjarins.

Segir þar að bærinn muni standa undir skuldbindingum sínum, en að í þeim felist ekki ákvörðun um viðgerðir á lögn, sem HS Veitur beri ábyrgð á lögum samkvæmt.

Telur bærinn sig ekki bera neina innlausnarskyldu á vatnsveitunni.