Upphitun Páll Óskar sá um að koma keppendum í gírinn í síðasta hlaupi.
Upphitun Páll Óskar sá um að koma keppendum í gírinn í síðasta hlaupi. — Ljósmynd/Eva Björk Ægisdóttir
Norðurljósahlaup Orkusölunnar fer fram í miðbæ Reykjavíkur á laugardaginn, 3. febrúar, kl. 19. Hlaupið er hluti af Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar. Hægt er að hlaupa, skokka og ganga 4-5 kílómetra leið

Norðurljósahlaup Orkusölunnar fer fram í miðbæ Reykjavíkur á laugardaginn, 3. febrúar, kl. 19. Hlaupið er hluti af Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar. Hægt er að hlaupa, skokka og ganga 4-5 kílómetra leið.

Ræst verður frá Listasafni Reykjavíkur við Hafnarhúsið og Páll Óskar sér um upphitun þar innandyra kl. 18.30. Húsið verður opnað kl. 18. Þátttakendur fá allir svokallaðan stemmingspoka með upplýstum glaðningi líkt og armband og græjur fyrir andlitsmálningu.

Engin tímataka er í hlaupinu og er það því ekki „keppni“ sem slík, segir í tilkynningu frá Orkusölunni. Endastöð hlaupsins er einnig Hafnarhúsið og þar fá allir þátttakendur orkudrykki og bás verður á staðnum fyrir myndatökur. Skráning fer fram á síðunni nordurljosahlaup.is. Frítt er fyrir átta ára og yngri.