Einar Ágústsson
Einar Ágústsson
Hæstirétt­ur hef­ur hafnað beiðni Ein­ars Ágústs­son­ar, sem hvað þekkt­ast­ur er fyr­ir að vera ann­ar bróðir­inn á bak við trú­fé­lagið Zuism, um áfrýj­un­ar­leyfi. Mun því dóm­ur Lands­rétt­ar yfir Ein­ari standa, en hann var í októ­ber í fyrra…

Hæstirétt­ur hef­ur hafnað beiðni Ein­ars Ágústs­son­ar, sem hvað þekkt­ast­ur er fyr­ir að vera ann­ar bróðir­inn á bak við trú­fé­lagið Zuism, um áfrýj­un­ar­leyfi.

Mun því dóm­ur Lands­rétt­ar yfir Ein­ari standa, en hann var í októ­ber í fyrra dæmd­ur í þriggja ára fang­elsi fyr­ir fjár­svik með því að hafa haft tugi millj­óna af þrem­ur ein­stak­ling­um og fé­lög­um. Sagðist Ein­ar ætl­a að stunda fjár­fest­ing­ar en pen­ing­ana nýtti hann hins veg­ar í eig­in þágu. Ein­ar sótti um áfrýj­un­ar­leyfið en ákæru­valdið mótmælti. Taldi Ein­ar að málið hefði veru­lega þýðingu og mik­il­vægt væri að fá úr­lausn Hæsta­réttar.