Tindastóll Keyshawn Woods er kominn aftur frá Tyrklandi.
Tindastóll Keyshawn Woods er kominn aftur frá Tyrklandi. — Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson
Tindastóll hefur samið við bandaríska körfuboltamanninn Keyshawn Woods um að leika með liðinu út tímabilið. Woods er Sauðkrækingum að góðu kunnur, enda var hann í lykilhlutverki þegar liðið vann Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn síðasta vor

Tindastóll hefur samið við bandaríska körfuboltamanninn Keyshawn Woods um að leika með liðinu út tímabilið. Woods er Sauðkrækingum að góðu kunnur, enda var hann í lykilhlutverki þegar liðið vann Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn síðasta vor. Hann tryggði titilinn með því að setja niður þrjú vítaskot gegn Val í oddaleik sem Tindastóll vann með einu stigi. Woods er 28 ára bakvörður og lék fyrri hluta vetrar með Ormanspor í Tyrklandi.