Norður ♠ 10653 ♥ 8 ♦ DG832 ♣ 753 Vestur ♠ K ♥ G109752 ♦ K54 ♣ D64 Austur ♠ G842 ♥ 63 ♦ 76 ♣ ÁK982 Suður ♠ ÁD97 ♥ ÁKD4 ♦ Á109 ♣ G10 Suður spilar 3G

Norður

♠ 10653

♥ 8

♦ DG832

♣ 753

Vestur

♠ K

♥ G109752

♦ K54

♣ D64

Austur

♠ G842

♥ 63

♦ 76

♣ ÁK982

Suður

♠ ÁD97

♥ ÁKD4

♦ Á109

♣ G10

Suður spilar 3G.

Après-liðinn Martin Schaltz var með spil suðurs í úrslitaleik WBT Masters í Hörpu. Vestur opnaði á 2♥, austur hækkaði í 3♥ og Martin harkaði sér í 3G. Hjartagosi út.

Martin drap strax, lagði niður spaðaás og veiddi kónginn. Spilaði svo tígultíu. Vestur dúkkaði og Martin yfirtók í borði og spilaði spaðatíu – gosi og drottning. Átta slagir í húsi, en hvar er sá níundi?

Hvergi, með bestu vörn. En Martin gerði vörninni erfitt fyrir með því að spila nú laufgosa. Vestur tók slaginn á drottninguna og þarf að spila laufi áfram til að ná samningnum niður. En staðan í lauflitnum er óljós og vestur spilaði hjarta.

Martin tók þá hjartaslagina og tígulás og þvingaði austur til að henda laufi. Spilaði loks laufi og neyddi austur til að spila frá spaða frá ♠84 í gegnum ♠97. Níu slagir.