Úllen dúllen doff Alls voru 15 ný mannanöfn samþykkt á dögunum.
Úllen dúllen doff Alls voru 15 ný mannanöfn samþykkt á dögunum. — Morgunblaðið/Eggert
Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkur ný nöfn sem hafa verið færð á mannanafnaskrá. Meðal þess er kvenkynsnafnið Annamaría, sem áður hafði verið hafnað af nefndinni á þeim grunni að ritháttur nafnsins samrýmdist ekki almennum ritreglum og bryti gegn hefðbundnum nafnmyndunarreglum

Anna Rún Frímannsdóttir

annarun@mbl.is

Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkur ný nöfn sem hafa verið færð á mannanafnaskrá. Meðal þess er kvenkynsnafnið Annamaría, sem áður hafði verið hafnað af nefndinni á þeim grunni að ritháttur nafnsins samrýmdist ekki almennum ritreglum og bryti gegn hefðbundnum nafnmyndunarreglum. Í endurupptökubeiðni var hins vegar bent á að í dönsku mannanafnaskránni væri að finna nafnið Annamaria, einnig Annamarie, Annemaria og Annemarie, og því væri hægt að líta svo á að nafnið Annamaría væri íslensk aðlögun á erlendri nafnmynd.

15 ný nöfn samþykkt

Með tilliti til athugasemda sem fram komu í fyrrnefndri beiðni féllst nefndin því á að endurupptaka málið.

Önnur kvenmannsnöfn, sem hlutu náð nefndarinnar að þessu sinni og uppfylltu öll skilyrði eru eiginnöfnin Bergveig, Jóní, Siddý, Palma, Nift, Pomóna, Föld, Vanja og Magnína. Einnig voru karlmannsnöfnin Emír, Stari, Kleifar, Elling og Náttfari samþykkt af nefndinni og færð á mannanafnaskrá.

Nefndin hafnaði hins vegar eiginnafninu Helgarut og segir í úrskurði hennar að sem samsett nafn fari Helgarut gegn hefðbundnum nafnmyndunarreglum í íslensku.

Höf.: Anna Rún Frímannsdóttir