Þórunn Bjarndís Jónsdóttir fæddist 12. apríl 1942. Hún lést 19. janúar 2024.

Útför hennar fór fram 30. janúar 2024.

Nú er hún Tóta frænka farin frá okkur í sumarlandið, þessi elska.

Brosmild, hlý, kát og góð í gegn. Algjör gersemi. Hún tók alltaf fagnandi og vel á móti okkur með útbreiddan faðminn.

Hún var fróð, vel lesin, kunni ótal sögur og sagði skemmtilega frá svo að hún heillaði þá sem í kringum hana voru. Hún elskaði fólkið sitt og var áhugasöm um allt það sem það tók sér fyrir hendur. Hún hafði óbilandi trú á því, var traust, sá alltaf það jákvæða og góða. Uppbyggjandi, hughreysti og alltaf tilbúin að hlusta og gefa ráð.

Elsku frænka, þakkir til þín fyrir allt, ómetanlegar minningar um dásamlega samveru, smitandi hlátur og góðan mat.

Stiklingarnir hennar Stínu.

Ásthildur, Magnús,
Guðrún og Arna.