Dominic West hafði þrátt fyrir allt gaman af því að leika í Krúnunni.
Dominic West hafði þrátt fyrir allt gaman af því að leika í Krúnunni. — AFP/Adrian Dennis
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
„Öll viðbrögð valda mér áhyggjum. Ég las allar umsagnirnar og lá í tvo daga í rúminu. Já, ég er viðkvæm sál, ég hef áhyggjur af því hvað fólki finnst,“ sagði breski leikarinn Dominic West í sjónvarpsþættinum BBC Today um viðbrögðin við lokaseríu…

„Öll viðbrögð valda mér áhyggjum. Ég las allar umsagnirnar og lá í tvo daga í rúminu. Já, ég er viðkvæm sál, ég hef áhyggjur af því hvað fólki finnst,“ sagði breski leikarinn Dominic West í sjónvarpsþættinum BBC Today um viðbrögðin við lokaseríu hinna vinsælu sjónvarpsþátta Krúnunnar, en hann fór þar með hlutverk Karls Bretaprins, nú Karls Bretakóngs.

Umsagnir um tvær síðustu seríurnar voru gegnumsneitt ­lakari en þær fyrri og sagði breska blaðið The Independent ­meðal annars að Krúnan væri ekki lengur djásn Netflix, heldur tákn um minnkandi vinsældir og gæði efnisveitunnar.

West viðurkennir að hafa verið hikandi þegar hann tók hlutverkið að sér en að menn hafni ekki handritum eftir Peter Morgan. Hann naut þess þó að leika í Krúnunni. „Ég naut þess að klæðast fötunum, aka bílunum og láta fólk hneigja sig fyrir mér. Það var dásamleg tilfinning og ég sakna þess.“