Sterk Álfa Brá Hagalín fer í gegnum vörn ÍR og skorar eitt af átta mörkum sínum fyrir Fram.
Sterk Álfa Brá Hagalín fer í gegnum vörn ÍR og skorar eitt af átta mörkum sínum fyrir Fram. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fram vann nauman 24:23-heimasigur á ÍR í úrvalsdeild kvenna í handbolta í gærkvöldi. Framarar eru nú með 22 stig í þriðja sæti, sex stigum á eftir toppliði Vals sem á leik til góða

Fram vann nauman 24:23-heimasigur á ÍR í úrvalsdeild kvenna í handbolta í gærkvöldi. Framarar eru nú með 22 stig í þriðja sæti, sex stigum á eftir toppliði Vals sem á leik til góða. ÍR er í fimmta sæti með 14 og á leið í úrslitakeppnina þrátt fyrir tapið.

Staðan í hálfleik var 11:11 og 19:19 þegar skammt var eftir. Framarar voru hins vegar sterkari í blálokin og fögnuðu tæpum sigri.

Alfa Brá Hagalín skoraði átta mörk fyrir Fram og Kristrún Steinþórsdóttir fimm. Karen Tinna Demian gerði sjö fyrir ÍR.