Apótek Bílaapótek Lyfjavals við Miklubraut var opnað í gær.
Apótek Bílaapótek Lyfjavals við Miklubraut var opnað í gær.
Lyfjaval opnaði í gær nýtt bílaapótek að Miklubraut 101 í Reykjavík, þar sem áður var veitingastaðurinn Dirty Burger & Ribs. Þetta er fimmta bílaapótek Lyfjavals sem alls rekur sex apótek á höfuðborgarsvæðinu og eitt í Reykjanesbæ

Lyfjaval opnaði í gær nýtt bílaapótek að Miklubraut 101 í Reykjavík, þar sem áður var veitingastaðurinn Dirty Burger & Ribs. Þetta er fimmta bílaapótek Lyfjavals sem alls rekur sex apótek á höfuðborgarsvæðinu og eitt í Reykjanesbæ.

Nýja bílaapótekið er með tveimur bílalúgum sem verða opnar alla daga frá 9 til 22. Lyfsöluleyfishafi er Þuríður Erla Sigurgeirsdóttir sem hefur unnið lengi hjá Lyfjavali og var áður lyfsöluleyfishafi í Mjódd, segir í tilkynningu frá Lyfjavali.

Apótekið við Miklubraut er á lóð Orkunnar og húsið hefur verið endurnýjað nánast frá grunni.

„Þetta er ekki stórt apótek en við ætlum að kappkosta að bjóða góða þjónustu og allar helstu lykilvörur sem fólk er vant að geta fengið í apóteki, auk lyfja og lausasölulyfja. Það er engin eiginleg búð. Fólk getur komið inn til að fá afgreiðslu en aðalmálið hjá okkur verður lúgurnar,“ er haft eftir Þuríði Erlu í tilkynningunni.