Gátan er sem endranær eftir Pál Jónasson Hlíð: Fréttir margar færir þér, finnst á vatnabökkum hér, í bílnum gamla brotið er, blöð og pappa niður sker. Þessi er lausn Hörpu á Hjarðarfelli: Dagblað fréttir færir þér Finnast stararblöðin hér Blað í fjöður brotið er Bréfin hnífsblað niður sker

Gátan er sem endranær eftir Pál Jónasson Hlíð:

Fréttir margar færir þér,

finnst á vatnabökkum hér,

í bílnum gamla brotið er,

blöð og pappa niður sker.

Þessi er lausn Hörpu á Hjarðarfelli:

Dagblað fréttir færir þér

Finnast stararblöðin hér

Blað í fjöður brotið er

Bréfin hnífsblað niður sker.

Guðrún B. sendir lausn með þorrakveðju:

Fréttablað er títt með tromp.

Tínum laufblöð nálægt vatni.

Fjaðrablað á Peugeot – plomp!

Pappírsskerablað þarf natni.

Sjálfur skýrir Páll gátuna svona:

Fréttir birtir fréttablað

fölnar á bakka rósarblað

í Ford er brotið fjaðrablað

flugbeitt hnífsblað ristir blað.

Þá er ný gáta eftir Pál:

Margur þennan fordrykk fær,

frekar skammvinn ástarkennd,

hret sem eru engum kær,

oft með hraði köppum send.

Í sjöundi Davíðsbók segir: Höfundur var hrifinn af feita matnum en borðaði fleira þegar bauðst til að viðhalda fjölbreytni:

Rjóma, selspik, mör og makríl

mest ég et

en timbur, nagla, ál og akrýl

ef ég get.

Limra eftir Kristján Karlsson:

Af ástæðum ótilgreindum

ef til vill flóknum leyndum

hann gat ekki pissað

það gjörði oss svo hissa að

við gátum ei heldur sem reyndum.

Limra eftir Inga Steinar Gunnlaugsson – Þegar árin færast yfir:

Á kvöldin er konurnar anga

fer karlana stundum að langa

að horfa í svip

á hugguleg skip

í höfninni á Grundartanga.

Jón Thoroddsen orti um sjálfan sig í æsku:

Til bókar er ég lítt lagaður,

lengi sit ei að;

ætli verði úr mér maður?

– ekki held ég það.

Limra eftir Eyjólf Óskar Eyjólfsson – Laumuspil:

Er úr lauginni laumaðist Binni

lifnuðu konur þar inni

því við botninn hann fann

flösku sem hann

faldi í skýlunni sinni.Neista víðis Njörðurinnnærist blíðu hóti;Skaga- fríði –fjörðurinnfaðminn býður móti.XxxByggðin gerir brosa rauð,- blett ei frera sjáum –vötnin Héraðs alveg auðút að veri bláum.Í Leir segir frá því að Óttar Einarsson, búsettur í Þistilfirði, orti í lok tuttugustu aldar, er hann var orðinn langeygur eftir vori:Norðangarrinn nakta jörðnótt sem daga lemur.Þá er vor um Þistilfjörðþegar hrafninn kemur.Öfugmælavísan:Silungurinn sótti lyng,svalan hrísið brenndi,flugan úr gulli gerði hring,geitin járnið renndi.