Tveir af risum þýskrar rómantíkur verða í sviðsljósinu á lokatónleikum Kammermúsíkklúbbsins í vetur sem haldnir verða í Norðurljósum Hörpu á morgun, sunnudag, kl. 16. Kordo-kvartettinn leikur fyrsta strengjakvartett Schumanns og klarínettukvintett Brahms ásamt Arngunni Árnadóttur klarínettuleikara

Tveir af risum þýskrar rómantíkur verða í sviðsljósinu á lokatónleikum Kammermúsíkklúbbsins í vetur sem haldnir verða í Norðurljósum Hörpu á morgun, sunnudag, kl. 16. Kordo-kvartettinn leikur fyrsta strengjakvartett Schumanns og klarínettukvintett Brahms ásamt Arngunni Árnadóttur klarínettuleikara. Kordo-kvartettinn skipa þau Vera Panitch og Páll Palomares á fiðlu, Þórarinn Már Baldursson á víólu og Hrafnkell Orri Egilsson á selló. Kvartettinn var stofnaður sumarið 2018 og hefur fest sig í sessi sem einn af fremstu kammerhópum landsins. Arngunnur hefur verið fyrsti klarínettuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá 2012,“ segir í tilkynningu. Miðar fást á harpa.is.