Miðlun Verk frá sýningunni.
Miðlun Verk frá sýningunni.
„Hvenær er A ekki A?“ nefnist samsýning sem Ólafur Sveinsson og Boaz Yosef Friedman opnuðu í Mjólkurbúðinni á Akureyri gær. Í tilkynningu kemur fram að um sé að ræða aðra samsýningu þeirra

„Hvenær er A ekki A?“ nefnist samsýning sem Ólafur Sveinsson og Boaz Yosef Friedman opnuðu í Mjólkurbúðinni á Akureyri gær. Í tilkynningu kemur fram að um sé að ræða aðra samsýningu þeirra. Á nýju sýningunni sýna þeir nýja röð verka þar sem þeir spyrja hvort hlutir eru það sem þeir virðast við fyrstu sýn og hvaða þýðingu einstaka hlutir hafa. Opið er í dag og á morgun, sem og næstu helgi, milli kl. 14 og 17.

„Boaz Yosef Friedman lærði myndlist í Kunstakademíunni í Düsseldorf í Þýskalandi og í Slade School of Fine Art í London. Hann hefur sýnt verk í Þýskalandi, London og á Íslandi. Hann leggur áherslu á að skoða málverkið sem miðil þar sem það býður upp á úthugsaðar aðferðir við myndgerð og tæki til sjálfstjáningar sem nýtast í því að ráða fram úr þeim fáranleika og kaldhæðni sem að fylgir því að lifa í borgarumhverfi.

Ólafur Sveinsson lærði í Myndlistarskólanum á Akureyri og í Lahti í Finnlandi. Hann vinnur jöfnum höndum í marga miðla. Hann gerir olíumálverk á striga, einstaka sinnum akrýl, vinnur í vatnsliti, býantsteikningar, tréristur og klippimyndir.“