Einar Þorsteinsson
Einar Þorsteinsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Pírata í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur voru fljótir að slá á fingur nýs borgarstjóra eftir að hann boðaði nýjar áherslur í íbúðauppbyggingu í borginni. Borgarstjóri hafði greint frá því í viðtali við Morgunblaðið að hraða þyrfti uppbyggingu og að meðal annars ætti að brjóta nýtt land undir íbúðabyggð. Í þeim efnum væri litið til Úlfarsárdals, Grafarvogs og Kjalarness.

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Pírata í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur voru fljótir að slá á fingur nýs borgarstjóra eftir að hann boðaði nýjar áherslur í íbúðauppbyggingu í borginni. Borgarstjóri hafði greint frá því í viðtali við Morgunblaðið að hraða þyrfti uppbyggingu og að meðal annars ætti að brjóta nýtt land undir íbúðabyggð. Í þeim efnum væri litið til Úlfarsárdals, Grafarvogs og Kjalarness.

Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar sem á sæti í umhverfis- og skipulagsráði, sagðist ekki sjá neina stefnubreytingu. Í samstarfssáttmálanum hefði komið fram að byggja mætti 100 íbúðir á Kjalarnesi, en það ætti eftir að koma í ljós hvort áhugi væri á þeim. Bersýnilegt er að hann ætlar ekki að leyfa framkvæmdir á öðrum nýjum svæðum, enda segir hann að orðið „stefnubreyting“ sé „víðsfjarri“ því sem sé að gerast.

Dóra Björt Guðjónsdóttir, Pírati og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir sömuleiðis að engin stefnubreyting sé að eiga sér stað hvað Reykjavíkurflugvöll varðar, en nýr borgarstjóri hefur talað um að ekki verði hróflað við Reykjavíkurflugvelli í náinni framtíð. Hann verði þar sem hann sé þar til búið verði að byggja annan sem leysi hann af hólmi.

Nú reynir á nýjan borgarstjóra. Tekst honum að keyra í gegn breytingar, eða munu Hjálmar, Dagur og félagar áfram fá að hindra uppbyggingu Reykjavíkur?