60 ára Steinar ólst upp á Hellu og býr þar. Hann er kjötiðnaðarmeistari að mennt frá Goða og er verkstjóri í steikingu hjá Sláturfélagi Suðurlands. Steinar er í stjórn Meistarafélags kjötiðnaðarmanna og stjórn landsliðs kjötiðnaðarmanna

60 ára Steinar ólst upp á Hellu og býr þar. Hann er kjötiðnaðarmeistari að mennt frá Goða og er verkstjóri í steikingu hjá Sláturfélagi Suðurlands. Steinar er í stjórn Meistarafélags kjötiðnaðarmanna og stjórn landsliðs kjötiðnaðarmanna. Áhugamálin eru mótorhjól, bílar, stangveiði og ferðalög. „Ég hef einnig áhuga á vöruþróun og að kynna almenningi kjötiðnað.“


Fjölskylda Eiginkona Steinars er Halldóra Guðlaug Helgadóttir, f. 1972, teymisstjóri hjá Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu. Börn þeirra eru Eyþór Máni, f. 1998, Gunnar Páll, f. 2004, Halla Þuríður, f. 2006, Ágúst Ingi, f. 2007, og Veigar Kári, f. 2010. Foreldrar Steinars voru hjónin Þórarinn Pálsson, 1917, d. 1993, og Ingibjörg Soffía Einarsdóttir, f. 1929, d. 2003, verkafólk, búsett á Hellu.