Norður ♠ K932 ♥ K2 ♦ ÁG73 ♣ G82 Vestur ♠ 4 ♥ 83 ♦ KD42 ♣ D109753 Austur ♠ 105 ♥ DG10754 ♦ 85 ♣ Á64 Suður ♠ ÁDG876 ♥ Á96 ♦ 1096 ♣ K Suður spilar 6♠

Norður

♠ K932

♥ K2

♦ ÁG73

♣ G82

Vestur

♠ 4

♥ 83

♦ KD42

♣ D109753

Austur

♠ 105

♥ DG10754

♦ 85

♣ Á64

Suður

♠ ÁDG876

♥ Á96

♦ 1096

♣ K

Suður spilar 6♠.

Rúnar Gunnarsson var einn af örfáum sagnhöfum í tvímenningi Bridshátíðar sem spilaði slemmu í spaða. Meirihluti keppenda lét 4♠ duga og tók þar ellefu slagi, eins og lög gera ráð fyrir. Nokkrir sagnhafar náðu reyndar að stela tólfta slagnum, til dæmis með því að spila laufi á blankan kónginn eftir útspil í hjarta. Í þeirri stöðu er ekki sjálfgefið fyrir austur að rjúka upp með ásinn.

Rúnar fékk út tígulkóng gegn 6♠ og þá er lítið vit í því að spila laufi á kónginn. En Rúnar kom auga á annan möguleika, nokkuð góðan. Hann dúkkaði tígulkónginn! Austur reyndi að vísa á laufið með tígulfimmu (lægra spilinu) en hann hafði sagt hjarta og vestur sá ekki ástæðu til annars en að spila þeim lit. Rúnar gat þá hent laufkóngi í fjórða tígulinn.

Tólf slagir og tandurhreinn toppur.