Fyrstu hádegistónleikar ársins verða haldnir í Hafnarborg á morgun, þriðjudaginn 6. febrúar, kl. 12. Þá verður Andri Björn Róbertsson, bassabarítón, gestur Antoníu Hevesi, píanóleikara og listræns stjórnanda tónleikaraðarinnar
Fyrstu hádegistónleikar ársins verða haldnir í Hafnarborg á morgun, þriðjudaginn 6. febrúar, kl. 12. Þá verður Andri Björn Róbertsson, bassabarítón, gestur Antoníu Hevesi, píanóleikara og listræns stjórnanda tónleikaraðarinnar. Þau munu flytja aríur eftir tónskáldin Mozart, Rossini og Händel.
Andri Björn hefur sungið við óperuhús víðs vegar um Evrópu og komið fram ýmsum á hátíðum og ljóðatónleikum. Á næsta ári mun Andri svo syngja í Jónsmessunæturdraumi eftir Britten og Töfraflautunni eftir Mozart hjá Opera North.