Þóknanlegur er sá sem er geðfelldur, sem manni líkar við. Þyki manni e-ð þóknanlegt hefur maður velþóknun á því
Þóknanlegur er sá sem er geðfelldur, sem manni líkar við. Þyki manni e-ð þóknanlegt hefur maður velþóknun á því. En bíði m aður eftir „þóknanlegum viðbrögðum yfirmanns“ síns við einhverju bíður maður líklega frekar eftir því að hann samþykki það, lýsi velþóknun á því eða leggi blessun sína yfir það. Til dæmis.