Bóris Nadezhdin
Bóris Nadezhdin
Rússneska kjörstjórnin segir að gögn sem Bóris Nadezhdin skilaði þegar hann tilkynnti framboð sitt í væntanlegum forsetakosningum í Rússlandi séu gölluð. Hugsanlegt er talið að framboð hans verði úrskurðað ógilt á þeim forsendum

Rússneska kjörstjórnin segir að gögn sem Bóris Nadezhdin skilaði þegar hann tilkynnti framboð sitt í væntanlegum forsetakosningum í Rússlandi séu gölluð. Hugsanlegt er talið að framboð hans verði úrskurðað ógilt á þeim forsendum.

Nadezhdin, sem hefur gagnrýnt stríðsrekstur Rússa í Úkraínu, skilaði 100 þúsund undirskriftum stuðningsmanna eins og lög gera ráð fyrir. Hann segir að vinnuhópur innan kjörstjórnarinnar hafi nú ógilt yfir 15% þeirra undirskrifta sem farið var yfir.

Forsetakosningar verða í mars. Er búist við að Vladímír Pútín forseti vinni auðveldan sigur og verði endurkjörinn til sex ára.