2016 Ísland vann sögulegan sigur gegn Englandi á EM í Frakklandi.
2016 Ísland vann sögulegan sigur gegn Englandi á EM í Frakklandi. — Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Ísland mætir Englandi í vináttulandsleik karla í fótbolta á Wembley-leikvanginum í London 7. júní. Þetta er undirbúningsleikur enska liðsins fyrir EM í sumar, og getur orðið það fyrir íslenska liðið líka, vinni það umspilsleikina í mars

Ísland mætir Englandi í vináttulandsleik karla í fótbolta á Wembley-leikvanginum í London 7. júní. Þetta er undirbúningsleikur enska liðsins fyrir EM í sumar, og getur orðið það fyrir íslenska liðið líka, vinni það umspilsleikina í mars. Ísland hefur fimm sinnum mætt Englandi, tapað þrisvar, en vann sögulegan sigur, 2:1, á EM í Frakklandi sumarið 2016 og þá gerðu þjóðirnar jafntefli, 1:1, í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum sumarið 1982.