Hvalaheimsókn Þessi forvitni hnúfubakur kíkti á gesti og gangandi í Hafnarfjarðarhöfn í síðustu viku.
Hvalaheimsókn Þessi forvitni hnúfubakur kíkti á gesti og gangandi í Hafnarfjarðarhöfn í síðustu viku. — Morgunblaðið/Eggert
Hnúfubakar sem heimsótt hafa Hafnarfjarðarhöfn reglulega síðastliðinn mánuð hafa verið á höttunum eftir síld og brislingi. Hnúfubakarnir hafa vakið athygli vísindamanna Hafrannsóknastofnunar, sem er í næsta húsi við höfnina

Hnúfubakar sem heimsótt hafa Hafnarfjarðarhöfn reglulega síðastliðinn mánuð hafa verið á höttunum eftir síld og brislingi. Hnúfubakarnir hafa vakið athygli vísindamanna Hafrannsóknastofnunar, sem er í næsta húsi við höfnina.

Á vef stofnunarinnar segir að rannsóknir hennar hafi leitt í ljós að hnúfubakarnir séu ekki aðeins í leit að síld og brislingi heldur einnig mögulega ufsa.

Morgunblaðið hefur fjallað um tíðar komur hnúfubaka í Hafnarfjarðarhöfn það sem af er ári. Í síðustu viku tjáði Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri í Hafnarfjarðarhöfn, Morgunblaðinu að hnúfubakarnir hefðu sannarlega trekkt að fólk sem þyrsti í að sjá hvali. Þá hefði hnúfubakur leikið listir sínar og komið upp á yfirborðið með miklum látum og skotið nærstöddum skelk í bringu.