Birnir var vinsælasta fyrsta eiginnafn meðal nýfæddra drengja á síðasta ári en 30 drengjum var gefið það nafn. Næst komu nöfnin Emil, Elmar og Jón. Emilía var vinsælasta nafnið meðal nýfæddra stúlkna sem fyrsta eiginnafn, en 23 stúlkum var gefið nafnið Emilía

Birnir var vinsælasta fyrsta eiginnafn meðal nýfæddra drengja á síðasta ári en 30 drengjum var gefið það nafn. Næst komu nöfnin Emil, Elmar og Jón. Emilía var vinsælasta nafnið meðal nýfæddra stúlkna sem fyrsta eiginnafn, en 23 stúlkum var gefið nafnið Emilía. Þar á eftir voru nöfnin Sara, Sóley, Embla og Aþena.

Þetta kemur fram á heimasíðu þjóðskrár. Þar segir að nafnið Birnir hafi tekið við toppsætinu af nafninu Emil sem var í efsta sæti nafnalistans á síðasta ári. Nafnið Elmar taki stökk úr 27. sæti í þriðja og Jón hækki.

Hvað stúlkurnar varðar megi sjá að Emilía taki stökk úr 21. sæti í fyrsta. Sara og Sóley hækki einnig verulega frá fyrra ári. Hástökkið á topp 10 listanum sé nafnið Una sem fór úr 58. sæti í það níunda.

Anna og Jón algengust

Þjóðskrá birtir einnig lista yfir algengustu fyrstu eiginnöfnin á landinu miðað við 2. febrúar sl. Þar er Anna í efsta sæti en 6.272 konur heita því nafni. 5.599 karlmenn heita Jón, 4.923 konur heita Guðrún, 4.208 karlar heita Guðmundur og 3.874 konur heita Kristín. Þar á eftir koma nöfnin Gunnar, Sigríður, Margrét og Helga.