Umdeilt Framkvæmdir eru þegar hafnar við Mykerinos-pýramídann.
Umdeilt Framkvæmdir eru þegar hafnar við Mykerinos-pýramídann. — AFP/Khaled Desouki
Myndband af framkvæmdum við einn af pýramídunum í Egyptalandi, Mykerinos-pýramídann, hefur vakið mikil viðbrögð í netheimum og ramakvein sérfræðinga. Þetta segir í frétt danska dagblaðsins ­Politiken

Myndband af framkvæmdum við einn af pýramídunum í Egyptalandi, Mykerinos-pýramídann, hefur vakið mikil viðbrögð í netheimum og ramakvein sérfræðinga. Þetta segir í frétt danska dagblaðsins ­Politiken. Mostafa Waziry, aðal­ritari æðsta ráðs Egypta er viðkemur fornminjum, sem stendur að baki viðgerðunum, segir þær vera „gjöf frá Egyptalandi til heimsins á 21. öldinni.“

Markmið framkvæmdanna er að gera upp pýramídann þannig að hann líkist sem mest því hvernig hann leit úr þegar hann var reistur fyrir meira en fjögur þúsund árum. Nú þekkja menn pýramídana á hrjúfu, gulleitu kalksteinsyfirborðinu en um 2500 f.Kr. voru fyrstu 16 lög pýramídans hulin graníti. Í áranna rás hefur granítlagið eyðst og aðeins sjö neðstu hæðir pýramídans eru nú þaktar hinum dökka steini. Nú á að ráða bætur á og Waziry kallar framkvæmdirnar „verk­efni aldarinnar“. Forverðir hafa lengi rætt um hvort ná eigi fram upprunalegu útliti menningarminja eða hafa inngripið sem minnst. Öll alþjóðleg viðmið um endurgerðir banna inngrip eins og þetta,“ segir Egyptalandssérfræðingurinn Monica Hanna í samtali við breska dagblaðið The Guardian. Fleiri sérfræðingar hafa lýst yfir áhyggjum af framkvæmdunum.