Erlend netverslun Íslendinga á síðasta ári nam 27,4 milljörðum.
Erlend netverslun Íslendinga á síðasta ári nam 27,4 milljörðum. — Morgunblaðið/Golli
Íslendingar versluðu fyrir um 27,4 milljarða króna í erlendri netverslun á síðasta ári. Þar af var mest verslað frá Kína, eða fyrir um sex milljarða króna. Þetta kemur fram í nýju talnaefni frá Rannsóknarsetri verslunarinnar

Íslendingar versluðu fyrir um 27,4 milljarða króna í erlendri netverslun á síðasta ári. Þar af var mest verslað frá Kína, eða fyrir um sex milljarða króna. Þetta kemur fram í nýju talnaefni frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Í öðru sæti eru Bandaríkin með 4,2 milljarða króna en Bretland situr í þriðja sæti með 3,2 milljarða króna. Hollendingar slá Víetnam úr fimmta sæti frá árinu 2022 en innflutningur frá Hollandi tvöfaldaðist milli ára. Kína sat einnig á toppnum fyrir árið 2022 með 6,2 milljarða króna af 23,9 milljörðum sem Íslendingar vörðu í erlenda netverslun.