Meistaradeildin Natasha Anasi á stórleiki fram undan með Brann.
Meistaradeildin Natasha Anasi á stórleiki fram undan með Brann. — AFP/Ronald Martinez
Norska knattspyrnuliðið Brann, sem landsliðskonan Natasha Anasi-Erlingsson leikur með, mætir Evrópumeisturum Barcelona í átta liða úrslitum Meistaradeildar kvenna. Benfica mætir Lyon, Ajax mætir Chelsea og Häcken mætir París SG

Norska knattspyrnuliðið Brann, sem landsliðskonan Natasha Anasi-Erlingsson leikur með, mætir Evrópumeisturum Barcelona í átta liða úrslitum Meistaradeildar kvenna. Benfica mætir Lyon, Ajax mætir Chelsea og Häcken mætir París SG. Svava Rós Guðmundsdóttir lék ekkert með Benfica í keppninni vegna meiðsla og er farin frá félaginu og Berglind Björg Þorvaldsdóttir hjá PSG er í barneignarleyfi. Leikið er í lok mars.