Sigurvegari Guðmundur Flóki Sigurjónsson í baráttu við danskan andstæðing í -68 kg flokki á Norðurlandamótinu í Laugardalshöllinni.
Sigurvegari Guðmundur Flóki Sigurjónsson í baráttu við danskan andstæðing í -68 kg flokki á Norðurlandamótinu í Laugardalshöllinni. — Ljósmynd/TKÍ
Tíu íslenskir keppendur stóðu uppi sem Norðurlandameistarar þegar Norðurlandamót í tækvondó fór fram í Laugardalshöll samhliða Reykjavíkurleikunum á dögunum. Keppendur frá öllum Norðurlöndunum mættu til leiks og eru þó nokkuð margir sem sitja hátt á heimsstigalistanum

Tíu íslenskir keppendur stóðu uppi sem Norðurlandameistarar þegar Norðurlandamót í tækvondó fór fram í Laugardalshöll samhliða Reykjavíkurleikunum á dögunum.

Keppendur frá öllum Norðurlöndunum mættu til leiks og eru þó nokkuð margir sem sitja hátt á heimsstigalistanum.

Samtals voru 233 keppendur skráðir til leiks og þar af 67 frá Íslandi. Keppt var í bardaga á laugardeginum og formum (tækni) á sunnudeginum.

A-landslið Íslands í bardaga, undir stjórn Gunnars Bratlis landsliðsþjálfara, vann með fullu húsi stiga. Íslenska liðið var lið mótsins á laugardeginum í bardaga en Finnar náðu þeim titli svo á sunnudeginum í formum.

Íslensku Norðurlandameistar­arnir eru Leo Anthony Speight og Ingibjörg Erla Grétarsdóttir úr Björk, Guðmundur Flóki Sigurjónsson, Anton Tristan Lira Atlason og Bryndís Eir Sigurjónsdóttir úr KR, Andri Sævar Arnarson, Amir ­Maron Ninir og Ylfa Var Jóhannsdóttir úr Keflavík og Arnar Bragason og Sigurjón Kári Eyjólfsson úr Aftureldingu.