Ari Fenger, forstjóri 1912 og fráfarandi formaður Viðskiptaráðs.
Ari Fenger, forstjóri 1912 og fráfarandi formaður Viðskiptaráðs. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Viðskiptaþing Viðskiptaráðs fer fram næstkomandi fimmtudag en samhliða þinginu verður gefin út skýrsla þar sem koma fram ýmsar tillögur ásamt staðreyndum innan úr stjórnsýslunni. Þar kemur meðal annars fram að starfsmönnum í ráðuneytunum hafi fjölgað um 30 prósent á síðastliðnum fjórum árum

Viðskiptaþing Viðskiptaráðs fer fram næstkomandi fimmtudag en samhliða þinginu verður gefin út skýrsla þar sem koma fram ýmsar tillögur ásamt staðreyndum innan úr stjórnsýslunni. Þar kemur meðal annars fram að starfsmönnum í ráðuneytunum hafi fjölgað um 30 prósent á síðastliðnum fjórum árum. Ari Fenger segir í samtali við ViðskiptaMogga að vinda verði ofan af þessari þróun.

„Slík fjölgun væri í lagi ef við værum að sjá meiri gæði og einfaldara og skilvirkara regluverk en staðreyndin er sú að samkeppnishæfni Íslands hefur frekar verið að dvína í samanburði við OECD-ríkin. Ef við ætlum okkur að vinda ofan af fjölgun opinberra starfsmanna væri rétt að endurskoða lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna,“ segir Ari og bendir á að að sínu mati sé ekki góð þróun að hið opinbera bjóði bæði betri launakjör og mun meira starfsöryggi en einkamarkaðurinn.

„Breyting er nauðsynleg, en það þarf mikið pólitískt þor til að gera það. Eins bendum við á að hið opinbera megi draga sig út úr rekstri þar sem það er að keppa við einkaaðila. Þar má benda á ÁTVR, Póstinn, Fríhöfnina og svona væri hægt að halda áfram.“

Ari segir að það sé staðreynd að þriðja hver króna sem verður til hér á landi fari í ríkisútgjöld og bendir á að það megi vera með metnaðarfyllri aðhaldskröfu í fjárlögum.