Ísafjarðardjúp Íbúum fjölgar á norðanverðum Vestfjörðum.
Ísafjarðardjúp Íbúum fjölgar á norðanverðum Vestfjörðum. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Norðurland vestra er nú fámennasti landshluti Íslands ef miðað er við íbúatölur frá 1. febrúar sem þjóðskrá birtir á vef sínum. Vestfirðingar eru orðnir fjölmennari en þar eru 7.509 með lögheimili. Munar reyndar litlu á þessum landshlutum en íbúar á Norðurlandi vestra eru 7.488

Norðurland vestra er nú fámennasti landshluti Íslands ef miðað er við íbúatölur frá 1. febrúar sem þjóðskrá birtir á vef sínum.

Vestfirðingar eru orðnir fjölmennari en þar eru 7.509 með lögheimili. Munar reyndar litlu á þessum landshlutum en íbúar á Norðurlandi vestra eru 7.488. Á Vestfjörðum fjölgaði um 32 frá síðustu tölum 1. desember en á Norðurlandi vestra fækkaði um 13. Var það nóg til að Vestfirðingar færu upp fyrir nágranna sína í Norðvesturkjördæmi.

Fleiri íbúar eru á Suðurnesjum en á Norðurlandi eystra en þar munar einnig litlu. Á Suðurnesjum eru 32.652 en 32.334 á Norðurlandi eystra. Í Reykjanesbæ eru yfir 23 þúsund með lögheimili og er það fjórða fjölmennasta sveitarfélag landsins.

Í höfuðborginni Reykjavík eru 143.879 og á höfuðborgarsvæðinu samanlagt 254.691.