Sigurður Már Jónsson
Sigurður Már Jónsson
Umræður hér á landi um átökin á Gasa eru stundum með ólíkindum og má varla á milli sjá hvorir ræða málin af minni þekkingu eða yfirvegun, börnin á Austurvelli eða sumir þingmennirnir við Austurvöll. Sigurður Már Jónsson blaðamaður fjallar í nýjum pistli á mbl.is um þessi átök og hryðjuverkasamtökin Hamas sem hófu þau. En hann bendir líka á að „[s]tuðnings­menn Hamas hér á Íslandi tala margir um að árásin 7. október hafi ekki gerst í „tómarúmi“, sem virðist þá vera ætlað að réttlæta aðgerðina“.

Umræður hér á landi um átökin á Gasa eru stundum með ólíkindum og má varla á milli sjá hvorir ræða málin af minni þekkingu eða yfirvegun, börnin á Austurvelli eða sumir þingmennirnir við Austurvöll. Sigurður Már Jónsson blaðamaður fjallar í nýjum pistli á mbl.is um þessi átök og hryðjuverkasamtökin Hamas sem hófu þau. En hann bendir líka á að „[s]tuðnings­menn Hamas hér á Íslandi tala margir um að árásin 7. október hafi ekki gerst í „tómarúmi“, sem virðist þá vera ætlað að réttlæta aðgerðina“.

Sigurður Már nefnir að Hamas vilji „stofna íslamskt ríki í stað Ísraels. Uppgangur Hamas er staðfesting þess að trúarleg andspyrna er að taka yfir þá verald­legu sem fannst innan Fatah og PLO. Hamas hafnar tilverurétti Ísraels og er staðráðið í að eyða því“.

Hann minnir líka á að hryðjuverkasamtökin Hamas „hafa verið einráð á Gasa eftir að hafa hrakið pólitíska keppinauta frá með ofbeldi árið 2007. Það er erfitt að skilja þróunina á Gasa án þess að skoða uppbyggingu samtakanna, svo samtvinnuð eru þau völdum og þróun svæðisins. Þó að miklir fjármunir hafi streymt inn á Gasa í allskonar aðstoð hefur Hamas lagt áherslu á vígbúnað og hinn vopnaði vængur þeirra verið með um 30.000 bardagamenn undir vopnum áður en stríðið hófst“.

Hamas-samtökin valda vandanum á Gasa. Þau vilja vopnuð átök, ekki velferð íbúanna.