Barátta Haukakonan Rósa Björk Pétursdóttir í harðri baráttu við varnarmenn Stjörnunnar í leik Hauka og Stjörnunnar í Garðabænum í gær.
Barátta Haukakonan Rósa Björk Pétursdóttir í harðri baráttu við varnarmenn Stjörnunnar í leik Hauka og Stjörnunnar í Garðabænum í gær. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þóra Kristín Jónsdóttir var stigahæst hjá Haukum þegar liðið vann stórsigur gegn Stjörnunni, 90:64, í 1. umferð A-deildar úrvalsdeildar kvenna í…

Körfuboltinn

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Þóra Kristín Jónsdóttir var stigahæst hjá Haukum þegar liðið vann stórsigur gegn Stjörnunni, 90:64, í 1. umferð A-deildar úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik í Garðabænum í gær. Deildinni var skipt upp í A- og B-deild eftir síðustu umferð deildarinnar og leika efstu sex liðin í A-deild en neðstu fjögur í B-deild og taka þau með sér stigin úr hefðbundnu deildarkeppninni.

Þóra Kristín skoraði 22 stig, tók fimm fráköst og gaf sex stoðsendingar en þetta var fjórði sigur Hauka í röð á meðan Stjarnan var að tapa sínum sjötta leik í röð. Með sigri Hauka höfðu liðin sætaskipti en Haukar eru með 18 stig í fjórða sætinu á meðan Stjarnan er í fimmta sætinu.

Í B-deildinni heimsóttu Íslandsmeistarar Vals lið Fjölnis í Dalhús í Grafarvogi þar sem Valskonur unnu stórsigur, 87:54. Dagbjört Dögg Karlsdóttir og Brooklyn Pannell voru stigahæstar hjá Val með 24 stig hvor en Pannel tók einnig sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar í leiknum. Valskonur er með 14 stig í sjöunda sæti en Fjölnir er í áttunda og næstneðsta sæti með fjögur stig.

Í Stykkishólmi vann Þór frá Akureyri svo stórsigur gegn botnliði Snæfells, 76:53, þar sem Lore Devos var stigahæst hjá Þórsurum með 24 stig, átta fráköst og fjórar stoðsendingar. Þórsarar eru með 16 stig í fjórða sætinu en Snæfell með fjögur stig í því neðsta.