Þrumuskot Víkingar reyna sitt besta til þess að verjast Adam Hauki Baumruk á Ásvöllum í gær en stórskyttan skoraði níu mörk í leiknum.
Þrumuskot Víkingar reyna sitt besta til þess að verjast Adam Hauki Baumruk á Ásvöllum í gær en stórskyttan skoraði níu mörk í leiknum. — Morgunblaðiið/Arnþór Birkisson
Ásbjörn Friðriksson var markahæstur hjá toppliði FH þegar liðið hafði betur gegn botnliði Selfoss, 26:21, í 15. umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik í gær

Ásbjörn Friðriksson var markahæstur hjá toppliði FH þegar liðið hafði betur gegn botnliði Selfoss, 26:21, í 15. umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik í gær. Þetta var áttundi sigur liðsins í röð í deildinni en Daníel Freyr Andrésson fór mikinn í marki FH og varði 20 skot, þar af eitt vítakast. Jóhannes Berg Andrason skoraði sjö mörk fyrir FH en Gunnar Kári Bragason var markahæstur Selfyssinga með fimm mörk.

Þá átti Adam Haukur Baumruk stórleik fyrir Hauka þegar liðið tók á móti nýliðum Víkings á Ásvöllum í Hafnarfirði. Leiknum lauk með sex marka sigri Hauka, 28:22, en þetta var annar sigur Hauka í röð í deildinni. Adam Haukur skoraði níu mörk í leiknum og Geir Guðmundsson skoraði fimm mörk. Halldór Ingi Jónasson var markahæstur hjá Víkingum með sex mörk og Gunnar Valdimar Johnsen skoraði fjögur mörk.