Sögnin að „kinda“ lítur ekki óskynsamlega út og gæti vel verið barnamál um fjárbúskap. Hins vegar dugir hún ekki um upphitun, þá verður að kynda

Sögnin að „kinda“ lítur ekki óskynsamlega út og gæti vel verið barnamál um fjárbúskap. Hins vegar dugir hún ekki um upphitun, þá verður að kynda. Og hvort sem maður notar kol eða kyndir í óeiginlegri merkingu, kyndir undir kötlunum eða þá ófriði hvar sem maður kemur, er um að gera að kynda undir þágufalli.