List Slökkt verður á götuljósum og bærinn lýstur upp með listaverkum.
List Slökkt verður á götuljósum og bærinn lýstur upp með listaverkum.
Listahátíðin List í ljósi verður haldin á Seyðisfirði í kvöld og annað kvöld, 9. og 10. febrúar, milli kl. 18 og 22. Á hverju ári fagnar List í ljósi endurkomu sólarinnar til Seyðisfjarðar með ­ljósaverkum

Listahátíðin List í ljósi verður haldin á Seyðisfirði í kvöld og annað kvöld, 9. og 10. febrúar, milli kl. 18 og 22. Á hverju ári fagnar List í ljósi endurkomu sólarinnar til Seyðisfjarðar með ­ljósaverkum. Í tilkynningu segir að þegar rökkva tekur verði slökkt á öllum götuljósum og bærinn lýstur upp með fjölbreyttum listaverkum frá seyðfirskum, innlendum og alþjóð­legum listamönnum. Þess er getið að hátíðin hlaut Eyrarrósina árið 2019 sem framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni.

Meðal hápunkta hátíðarinnar í ár eru verkin Ísinn bráðnar á pólunum eftir Martin Ersted frá danska listahópnum Ball & Brand, nýtt verk eftir Heklu Dögg Jónsdóttur og myndbandsverkið Hringekja eftir Abigail Portner en hún mun taka yfir Skaftfell bæði að innan og utan. Þannig munu listaverkin umbreyta Seyðisfjarðarbæ og stórbrotinni náttúru í uppljómað undraland með listaverkum eftir bæði innlenda og erlenda listamenn,“ segir jafnframt í tilkynningu.