Farinn Erlingur Richardsson stýrði Sádi-Arabíu á Asíumótinu í janúar.
Farinn Erlingur Richardsson stýrði Sádi-Arabíu á Asíumótinu í janúar. — Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Erlingur Richardsson er hættur störfum sem þjálfari karlalandsliðs Sádi-Arabíu í handknattleik eftir tæplega hálft ár, en hann átti sex mánuði eftir af samningnum. Erlingur sagði við Morgunblaðið í gær að hann hefði þurft að búa í landinu til að þjálfa liðið áfram

Erlingur Richardsson er hættur störfum sem þjálfari karlalandsliðs Sádi-Arabíu í handknattleik eftir tæplega hálft ár, en hann átti sex mánuði eftir af samningnum. Erlingur sagði við Morgunblaðið í gær að hann hefði þurft að búa í landinu til að þjálfa liðið áfram. Þá væri lið Sádi-Arabíu ekki á leið á Ólympíuleika eða næsta heimsmeistaramót, þannig að næsta stóra verkefni hjá því væri ekki fyrr en á árinu 2027. „Þá var þessu bara lokið,“ sagði Erlingur.