Hætt Irena Sól Jónsdóttir ætlaði að leika með Njarðvík til vorsins.
Hætt Irena Sól Jónsdóttir ætlaði að leika með Njarðvík til vorsins. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Körfuknattleikskonan Irena Sól Jónsdóttir tilkynnti í gær að hún hefði lagt skóna á hilluna í kjölfar þess að félagaskipti hennar frá Keflavík til Njarðvíkur voru úrskurðuð ógild af KKÍ. Formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur kannaðist ekki við að hafa skrifað undir þau

Körfuknattleikskonan Irena Sól Jónsdóttir tilkynnti í gær að hún hefði lagt skóna á hilluna í kjölfar þess að félagaskipti hennar frá Keflavík til Njarðvíkur voru úrskurðuð ógild af KKÍ. Formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur kannaðist ekki við að hafa skrifað undir þau. Njarðvíkingar sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem atvikið var harmað. „Vinnubrögð þessi eru okkur ekki sæmandi,“ stóð m.a. í yfirlýsingu körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur.