Undirritun Elvar Þór Antonsson og Sigfús Ólafur Helgason skrifuðu undir smíðasamninginn um Sólbak EA í 13 stiga frosti í Akureyrarhöfn í gær.
Undirritun Elvar Þór Antonsson og Sigfús Ólafur Helgason skrifuðu undir smíðasamninginn um Sólbak EA í 13 stiga frosti í Akureyrarhöfn í gær. — Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Skrifað var í gær undir samning um smíði á líkani af Sólbak EA 5, fyrsta skuttogara Útgerðarfélag Akureyringa, sem kom til landsins árið 1972. Það eru fyrrverandi sjómenn hjá ÚA sem standa fyrir þessari líkanasmíði

Skrifað var í gær undir samning um smíði á líkani af Sólbak EA 5, fyrsta skuttogara Útgerðarfélag Akureyringa, sem kom til landsins árið 1972. Það eru fyrrverandi sjómenn hjá ÚA sem standa fyrir þessari líkanasmíði.

Undirritunin fór fram í Akur­eyrarhöfn þar sem Sólbakur lagðist að bryggju í fyrsta skipti 19. desember árið 1972. Sigfús Ólafur Helgason skrifaði undir samninginn fyrir hönd sjómannanna. Elvar Þór Antonsson mun smíða líkanið, en hann hefur áður smíðað líkön af öðrum skuttogurum ÚA fyrir sjómennina. Við fyrrum sjómenn ÚA sýndum það í den og sýnum það í dag að með samtakamætti eru okkur ansi margir vegir færir,“ sagði hann þegar samningurinn var undirritaður í gær.

Sigfús sagði við Morgunblaðið að smíði hvers skipslíkans kostaði um tvær milljónir. „Við köllum þetta raðsmíðaverkefni, sagði hann. Fjár hefur verið aflað með ­frjálsum framlögum frá sjómönnunum sjálfum, verkalýðsfélögum sjómanna og fyrirtækjum. „Þetta er skemmtilegt verkefni og ótrúlegt hvað þetta hefur gengið vel,“ sagði Sigfús.

Fyrsta líkanið, sem Elvar Þór smíðaði, var afhjúpað 1. nóvember sl. en það var af systurskipunum Svalbak EA og Sléttbak EA. Það er til sýnis á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Einnig hefur verið smíðað líkan af systurskipunum Kaldbak og Sléttbak og stendur til að afhjúpa það, og líkanið af Sólbak, 19. desember næstkomandi þegar 52 ár verða liðin frá því að Sólbakur EA kom fyrst til Akureyrar. gummi@mbl.is