Sjö sækj­ast eft­ir starfi fiski­stofu­stjóra sem aug­lýst var 12. janú­ar síðastliðinn og mun mat­vælaráðherra skipa í embættið að und­an­gengnu mati hæfn­is­nefnd­ar, að þvi er seg­ir í t­il­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðsins

Sjö sækj­ast eft­ir starfi fiski­stofu­stjóra sem aug­lýst var 12. janú­ar síðastliðinn og mun mat­vælaráðherra skipa í embættið að und­an­gengnu mati hæfn­is­nefnd­ar, að þvi er seg­ir í t­il­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðsins.

Ögmundur H. Knútsson baðst lausnar frá störfum sem fiskistofustjóri frá og með 15. janúar sl. og Elín Björg Ragnarsdóttir sviðstjóri veiðieftirlits gegnir starfinu þar til ráðningu lýkur. Er hún meðal umsækjenda um stöðuna.

Auk hennar sækja um Bergþór Bjarna­son fjár­mála­stjóri, Erna Jóns­dótt­ir sviðstjóri, Fann­ar Karvel fram­kvæmda­stjóri, Gísli Gísla­son svæðis­stjóri, Ólaf­ur Unn­ar Kristjáns­son fram­kvæmda­stjóri og Robert Thor­steins­son viðskipta­fræðing­ur.

Hæfnisnefnd metur hæfni umsækjenda, en í henni sitja Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Ragnhildur Hjaltadóttir og Eyþór Björnsson fyrrverandi fiskistofustjóri.