Á skautum Oft hefur verið fjölmenni á skautasvellinu.
Á skautum Oft hefur verið fjölmenni á skautasvellinu. — Morgunblaðið/Eggert
Niðurstöður hljóðmælinga Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur hafa sýnt fram á að hljóðstig hefur almennt verið lágstemmt á skautasvellinu á Ingólfstorgi, sem hefur verið sett upp á aðventunni frá árinu 2016

Niðurstöður hljóðmælinga Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur hafa sýnt fram á að hljóðstig hefur almennt verið lágstemmt á skautasvellinu á Ingólfstorgi, sem hefur verið sett upp á aðventunni frá árinu 2016.

Í umsögn frá heilbrigðiseftirlitinu, sem var lögð fram á fundi Heilbrigðisráðs Reykjavíkur í vikunni, segir að kvartanir hafi borist öll þessi ár og einhver tilvik hafi komið upp þar sem hljóðstig var yfir viðmiðunarmörkum og var þá rætt við umsjónarmenn svellsins og var hljóðstig lækkað í kjölfar þess.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur leggst því ekki gegn frekari starfsemi á Ingólfstorgi en mun áfram leggja áherslu á að þeir viðburðir og hátíðir sem þar verða, sérstaklega viðburðir sem standa yfir í lengri tíma, hafi lágstemmda tónlist til að lágmarka ónæði fyrir nálæga byggð.