Michael Matheson
Michael Matheson
Michael Matheson sagði af sér embætti heilbrigðis­ráðherra Skotlands í gær, en hann hefur sætt mikilli gagnrýni vegna himinhás reiknings fyrir netnotkun sem hann lét skoska þingið greiða. Matheson, sem hefur gegnt ýmsum ráðherraembættum í skosku…

Michael Matheson sagði af sér embætti heilbrigðis­ráðherra Skotlands í gær, en hann hefur sætt mikilli gagnrýni vegna himinhás reiknings fyrir netnotkun sem hann lét skoska þingið greiða.

Matheson, sem hefur gegnt ýmsum ráðherraembættum í skosku heimastjórninni síðasta áratuginn, tók iPad, sem hann hafði afnot af sem ráðherra, með í frí með fjölskyldunni til Marokkó. Reikningurinn fyrir netnotkunina nam tæpum 11 þúsund pundum, jafnvirði um 1,9 milljóna króna.

Málið kom upp í nóvember sl. Rannsókn á málinu stendur yfir á vegum skoska þingsins og er búist við niðurstöðu innan skamms.