Róm er fjölbreytt og skemmtileg borg.
Róm er fjölbreytt og skemmtileg borg. — AFP
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hvað veitir þér innblástur? „Það er svo ótrúlega margt. Yfirleitt hið mannlega og það breyska og samskipti manna við tækni. Mér finnst gaman að rannsaka hið mannlega í tæknilegu samhengi.“ Hvað borðar þú í morgunmat? „Svart kaffi…

Hvað veitir þér innblástur?

„Það er svo ótrúlega margt. Yfirleitt hið mannlega og það breyska og samskipti manna við tækni. Mér finnst gaman að rannsaka hið mannlega í tæknilegu samhengi.“

Hvað borðar þú í morgunmat?

„Svart kaffi og nánast alltaf hafragraut með chia-fræum, smá hörfræum, kókoskanil og kókosmjólk út á. Stundum bæti ég banana eða epli út á líka.“

Áttu uppáhaldsflík?

„Dúnúlpuna mína frá Axel Arigato úr Andrá Reykjavík. Ég fékk hana í afmælisgjöf frá foreldrum mínum og ég hef varla farið úr henni síðan ég fékk hana. Svo hlý og góð og ekki skemmir fyrir hvað hún er flott! Næst á eftir væru það moonboots-in mín, sem ég keypti líka einmitt í Andrá.“

Hvaða snyrtivöru notar þú mest?

„Uppáhaldssnyrtivaran er klárlega orkídeu- og jasmín-andlitsolían frá Herbivore.“

Áttu uppáhaldshönnuð eða merki?

„Dilara Findikoglu finnst mér vera að gera spennandi hluti, Iris Van Herpen er lika alltaf í uppáhaldi.“

En listamann?

„Mér finnst listamenn sem vinna þverfaglega eða blanda miðlum saman spennandi. Refik Anadol er búinn að vera í uppáhaldi undanfarið. Hann vinnur mikið með arkitektúr og gervigreind í innsetningum.“

Áttu uppáhaldsborg og af hverju?

„Róm á Ítalíu. Hún hefur allt; arkitektúrinn, menninguna, matinn, fólkið, veðrið, söfnin og söguna. Finnst hún alveg mögnuð.“

Hvert dreymir þig um að ferðast?

„Til Japans! Er með sér ferðamöppu á Instagram tileinkaða því ferðalagi með hinum ýmsum stöðum sem gaman væri að heimsækja þar. Langar að verja að lágmarki mánuði þar og kynnast menningu og þjóð.“

Hvaða óþarfa keyptir þú þér síðast?

„Ég leyfi mér eiginlega bara að kaupa barnadót núna og er búin að kaupa einhver ósköp þar, ætli það sé ekki eitthvað þar sem mun enda ónotað í Barnaloppunni.“

Hvað ertu að horfa á um þessar mundir?

„Ég fór á Poor Things í bíó í síðustu viku, sem var mjög eftirminnileg. Mjög mikið til að taka inn og hugsa um og mikið fallegt fyrir augað í henni.“

Hvaða bók er á náttborðinu þínu?

„Ég var að klára Project Hail Mary eftir Andy Weir, hún var frábær. Sá að það á að gera mynd upp úr henni, hlakka til að sjá hana þegar að því kemur.“

Höf.: Guðrún Selma Sigurjónsdóttir |