Reynd Kristrún Rut Antonsdóttir hefur leikið með sex liðum erlendis.
Reynd Kristrún Rut Antonsdóttir hefur leikið með sex liðum erlendis. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Kvennalið Þróttar úr Reykjavík í fótbolta hefur fengið liðsauka frá Selfossi sem féll úr Bestu deildinni í haust. Miðjumaðurinn Kristrún Rut Antonsdóttir og varnarmaðurinn Íris Una Þórðardóttir eru gengnar til liðs við Þrótt

Kvennalið Þróttar úr Reykjavík í fótbolta hefur fengið liðsauka frá Selfossi sem féll úr Bestu deildinni í haust. Miðjumaðurinn Kristrún Rut Antonsdóttir og varnarmaðurinn Íris Una Þórðardóttir eru gengnar til liðs við Þrótt. Kristrún, sem er 29 ára, hefur leikið 89 leiki með Selfossi í efstu deild og spilað með liðum í Austurríki, Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Ítalíu. Íris er 22 ára og hefur spilað 75 leiki í deildinni með Selfossi, Fylki og Keflavík.