Björtu hliðarnar Fundir í þessum sal verða vonandi ekki mjög langir.
Björtu hliðarnar Fundir í þessum sal verða vonandi ekki mjög langir.
Ekki er gott hljóð í notendum hins nýja starfsmannahúss Alþingis. Þeir hefðu betur verið spurðir hvort þeir vildu frekar þægilegar skrifstofur með normal húsgögnum eða sjónsteypu og furðugrjót fyrir sex milljarðana

Ekki er gott hljóð í notendum hins nýja starfsmannahúss Alþingis.

Þeir hefðu betur verið spurðir hvort þeir vildu frekar þægilegar skrifstofur með normal húsgögnum eða sjónsteypu og furðugrjót fyrir sex milljarðana.

Ekki virðist hafa verið lagt mikið upp úr hljóðeinangrun og skrifstofum þingmanna líkt við hylki. Svo eru þessi ósköp öll vernduð, að sögn notenda, og ekki að forma að fá sér notalegan stól, í klefann, ef það skyldi vera pláss.

Ég þekki þetta frá erlendu hóteli, sem ég gisti árlega. Eitt haustið var verið að renóvera og yfir sveittum iðnaðarmönnum stóð arkitekt. Málningin var ekki fyrr þornuð en inn voru bornar nýjar mublur og litu ekki illa út tilsýndar og voru áreiðanlega fokdýrar. Glerborð, fleiri fermetrar, ca 40 cm frá gólfi, með rótarhnyðjum úr harðviði sem undirstöðu, til einskis gagns, ágæt listaverk. Sófarnir engin listaverk en svo djúpir að þar var enga hvíld að fá og kvíðvænlegt að komast upp úr þeim.

Þingmenn eiga alla mína samúð.

Sunnlendingur