Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Enginn skortur er á opinberum sjóðum og skattfé sem í gegnum þá rennur er ærið. Full ástæða er til að fara vel með þetta fé eins og annað og þess vegna eru hugmyndir Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um sjóðamál ríkisins áhugaverðar. Þær sýna að víða má spara í ríkisrekstrinum.

Enginn skortur er á opinberum sjóðum og skattfé sem í gegnum þá rennur er ærið. Full ástæða er til að fara vel með þetta fé eins og annað og þess vegna eru hugmyndir Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um sjóðamál ríkisins áhugaverðar. Þær sýna að víða má spara í ríkisrekstrinum.

Áslaug Arna leggur til að sjóðum hjá ráðuneyti sínu fækki úr átta í þrjá með það að markmiði að auka skilvirkni í stuðningi við íslenska nýsköpun og að lækka umsýslukostnað, sem er hlutfallslega mikill í minni sjóðunum.

En ráðherrann vill ganga lengra og hefur kynnt í ríkisstjórn hugmyndir um að mögulegt væri að fækka samkeppnissjóðum hins opinbera um helming, en þeir eru að minnsta kosti 75 um þessar mundir og hefur farið fjölgandi.

Kostnaður við umsýslu minnstu sjóðanna er um 10%-20% af úthlutunarfé og við blasir að það er ekki hagkvæmur rekstur eða góð meðferð á skattfé.

Greiningarvinna ráðuneytis háskóla, iðnaðar og nýsköpunar bendir til að hægt væri að spara um hálfan milljarð króna með fækkun sjóðanna og munar um minna í aðþrengdum ríkisrekstri.

Að ekki sé minnst á aðþrengdan almenning sem auðvitað borgar þennan brúsa eins og aðra.