Verk Eitt verka Kjartans Ara Péturssonar sem hann sýnir í Hannesarholti.
Verk Eitt verka Kjartans Ara Péturssonar sem hann sýnir í Hannesarholti.
Hannesarholt fagnar ellefu ára afmæli í þessari viku og af því tilefni eru ýmsir viðburðir á dagskrá. Sýningin Spíralar inní spírala, með verkum eftir Kjartan Ara Pétursson, var opnuð í gær

Hannesarholt fagnar ellefu ára afmæli í þessari viku og af því tilefni eru ýmsir viðburðir á dagskrá. Sýningin Spíralar inní spírala, með verkum eftir Kjartan Ara Pétursson, var opnuð í gær. Í tilkynningu segir að listamaðurinn fáist við pennateikningar. „Verk hans eru tvívíð, en innan myndarammans rúmast hyldýpi sem skapast við tímakrefjandi hreyfingar handar og auga við teikninguna.“ Sýningin stendur til 27. febrúar.

Píanistinn Romain Collin heldur tónleikaröðina Romain Collin & gestir 2024 í Hannesarholti. Næsti gestur hans verður söngvarinn og lagahöfundurinn S. Carey en þeir halda tónleika í kvöld, föstudaginn 9. febrúar, kl. 20.