Harry Bretaprins
Harry Bretaprins
Harry Bretaprins og breska útgáfufyrir­tækið ­Mirror Group News­papers (MGN) náðu í gær samkomulagi í skaðabótamáli sem Harry höfðaði vegna símhlerana sem hann sætti af hálfu blaða á tímabilinu 2003-2009

Harry Bretaprins og breska útgáfufyrir­tækið ­Mirror Group News­papers (MGN) náðu í gær samkomulagi í skaðabótamáli sem Harry höfðaði vegna símhlerana sem hann sætti af hálfu blaða á tímabilinu 2003-2009.

David Sherborne lögmaður prinsins sagði að Mirror Group hefði fallist á að greiða „umtalsverða fjárhæð“, þar á meðal málskostnað sem næmi um 400 þúsund pundum, um 70 milljónum króna.

Dómari úrskurðaði fyrir tveimur mánuðum að MGN, sem gefur út blöðin The Mirror, Sunday Mirror og Sunday People, hefði látið hlera síma Harrys.