Þrass From Hell I Rise, fyrsta sólóplata Kerrys Kings, sem í áratugi var gítarleikari bandaríska þrassbandsins Slayer, kemur út 17. maí næstkomandi. Allt efni á plötunni er eftir King sjálfan en í vikunni var loksins upplýst hverjir leika og syngja með honum
Þrass From Hell I Rise, fyrsta sólóplata Kerrys Kings, sem í áratugi var gítarleikari bandaríska þrassbandsins Slayer, kemur út 17. maí næstkomandi. Allt efni á plötunni er eftir King sjálfan en í vikunni var loksins upplýst hverjir leika og syngja með honum. Það eru engir viðvaningar. Paul Bostaph (Slayer) trommar, Kyle Sanders (Hellyeah) er á bassa, Phil Demmel (áður í Machine Head) spilar á gítar og Mark Osegueda (Death Angel) sér um sönginn. Josh Wilbur stjórnaði upptökum. Gítartæknirinn Warren Lee deildi fyrstu myndinni af bandinu.